Sunday, 11 May 2008
Undirbúningur vegna Nick House Entertainment
Engin hvítasunnuhelgi her - bretarnir eru greinilega ekki mikið að spá í það og líklega er það vegna þess að úrslitaleikurinn í ensku úrvaldsdeildinni var í dag og þá hreinilega tæmptust allar helstu götur í 100 mín. Það var ótrúlegt. Þetta var svona eins og þegar áramótaskaupið er heima! Hef verið alla helgina að útbúa kynningarplagg fyrir Nick House Entertainment en ég hef ákveðið að það reyna að fá þá til að vera samstarfsaðili okkar her í London til að koma Redspray á markað. Þeir hafa allt sem til þarf - nú er bara að sjá hvort að þeir séu til í samstarf. En alltaf betra að vera vel undirbúin áður en maður setur í þá kauða, þetta er svona eitt af mikilvægustu skrefunum í þessum ferli öllum og gríðarmikilvægt ef það tekst. Þeir hafa allt sem við þurfum - t.d. 240.000 manna vefsamfélag (www.londonparties.co.uk), eru eigendur að fjölda næturklúbba og eiga því að sjá sér hag í því að "white-label" lausnina okkar - það er að segja setja sitt vörumerki á hana. Það er oft gert þegar verið er að fara af stað því að það er það vörumerki sem þeirra notendur treysta og því auðveldara að keyra inn nýja vöru á þá. Sjáum hvað gerist í þeim málum núna næstu viku - vona að ég nái fundi með þeim áður en ég fer heim á föstudag. Það er samt alls ekki öruggt því að allt tekur um það bil 10x lengri tíma í Bretlandi en á Íslandi. Veit ekki afhverju en þannig er það bara - alveg sama hvað það er. Nema kannski þegar maður biður um bjór á einhverri krá, þá eru þeir voðalega snöggir - enda algjörir svolgarar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment