Tuesday, 10 June 2008

Gazprom

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/06/10/oliuverd_i_250_dali/

Eg nu bara verð að segja það sem mér finnst um þessa frétt - þó að hún hljómi nú voða saklaus því bara verið að geta í framtíðini. En þegar það kemur að því nú verandi forstjóri Gazprom kemur með svona yfirlýsingu, þá er það ekki bara eitthvað grín. Því flestir sem til þekkja vita að núverandi yfirmaður Rússlands, DMITRY MEDVEDEV, er einmitt fyrrverandi yfirmaður Gazprom. Það er því í raun vitfirra að taka ekki mark á þessari yfirlýsingu forstjóra Gazprom. Það þýðir náttúrlega að þetta er og verður staðreynd innan farra ara - og það þarf ekki mikla reiknimeistara til að sja hvaða ahrif þetta hefur þjoðarbuskapinn. Byrjum bara að reikna áhrif a utgerðina/einyrkja allskonar, og svo hvernig það leiðir út í þjoðfelagið. Ég prísa mig allavega alsælan að hafa ekki sokkið ofan í lánafen bankanna á seinustu árum eins og flestir sem ég þekki hafa gert. Margir sem eg þekki og höfðu unnið í mörg ár við að safna fyrir kannski 3-5 milljón króna útborgun í íbúð (þetta tekur kannski 5-10 ár miðað við meðalsparnað launþega) - sitja núna snauðir og velta fyrir sér að allt þetta er farið og mjög líklega eru þeir kominir í 3-5 milljónir í mínus. Jú afhverju? - vegna þess að bankarnir geta auðvellega velt öllum sínum vandamálum út í þjoðfelagið þegar þeim gengur illa og hafa tekið of "gíraða áhættu" í stórum stíl. EKKI GETA ÖNNUR ÞEKKINGARFYRIRTÆKI ÞAÐ OG EKKI ERU ÞAU MINNA MIKILVÆG FYRIR ÞJÓÐARBÚSKAPINN. Frabært ekki satt. Athugið að þetta gerist flest allt vegna þekkingarleysis almennings og ekkert annað. Auðvitað viðurkenna ekki aðilar þetta - en þetta er samt að gerast akkurt nuna. Og það í stórum mæli.
Þegar það er síðan skoðað hvað hann (Gazprom forstjorinn) í raun sagði þá er það nálægt því vitfirring fyrir þann atvinnubúskap sem að skóp mest af atvinnu 20stu aldar - það er að segja iðnbyltinguna . Þetta hefur síðan þau áhrif að ýta undir það sem ég hef alltaf haldið fram frá byrjun þessarar aldar (og ég tók mínar ákvarðanir út fra) að það skyldi tekið mjög alvarlega að næsta bylting er í raun byrjuð (fólk áttar sig venjulega ekki á þessu fyrr en það kemur fram í sögunni - eða skólabókum - en þá er það of seint) - þó að það sé mjög erfitt að greina áhrifin. Þa er eg að tala um þekkingaröldina. Þekkingaröldin finnur ekki mikið fyrir áhrifum á hækkandi bensíni - ekki nema hlutafallslega mjög lítið - það er að segja að komast í vinnu og svona - sem skiptir engu. En ekki kannski 1/3 af kostnaði eins og til dæmis togaraútgerð. Þetta er gott dæmi um þær breyingar sem eru að gerast og fjölmiðlafólk gerir einfaldlega ekki góð skil (enda ekki hagfræðingar) og kemur heldur ekki fram í greiningardeildum banka - því að þeir horfa ekki svona langt fram á veginn. Í grunninn er um að ræða grundvallar breytingar í þjóðfelaginu og þeir sem atta sig ekki á þessum breytingum eiga eftir að finna fyrir tevatninu - ekki í þeim skilningi að þeir eigi eftir að hafa það neitt verr - það er jú bara spurning um viðhorf til lífsins - heldur snýst það um að þeir eiga hreinilega ekki eiga eftir að hafa eins góða möguleika á að finna saltið góða. Hlustið á fólkið í heitu pottunum í sundlaug Selfoss og þá kemur fullt af greinargóðum upplýsingum fram. Þá er maður náttúrlega bara að tala um meðaltalstölur. Gott dæmi um þessar breytingar er þekkingariðnaðurinn sem fjármálaheimurinn vinnur í - þar eru fáranleg forstjóralaun og allt það en þegar það er skoðað þa eru þessir aðilar bara í ólgusjó alþjóðavæðingar þar sem eftirspurn og framboð akvarðar þeirra laun, en ekki bara innanlandamarkaður. Þar af leiðandi er það eðlilegt - síðan miðar náttúrlega allir á Íslandi, þar með taldir fjölmiðlar, allt svona við innanlandamarkað bara og þá er þetta náttúrlega rugl. Sorglegt hvað sumir halda fram í þessum málum og sýnir í raun bara hvað sjóndeildarhringurinn er þröngur hjá viðkomandi. Það er allavega mín skoðun:) Verður gaman að fylgjast með þessu næstu árin því að þá kemur í ljós hvort að þessir útrásarherrar voru mýs! Ég spái því að næstu 5-10 árin eigi eftir að vera frekar erfið á íslandi vegna þess að þær grundvallarbreyingar sem voru nauðsynlegar á árunum 2000-2005 voru ekki gerðar (núna fyrst er verið að krófla í bakkann(til dæmis stofnun Frumtaks, 4 milljarða framtakssjóður, en alltof alltof seint) Það er að segja að breytinga a innviðum þjoðfelagsins þannig að nýsköpun væri mikilvægari í þjóðfelaginu - það gerðust ákveðnar breyingar í þá átt í fjármálageiranum, í sambandi við nýsköpun á viðskiptalíkönu, en það er harla ólíklegt að það hafi skapað samkeppnisforskot þegar skoðað í samhengi við erlenda aðila. Ekki nóg að gíra sig upp bara, sem allir geta gert og kaupa og kaupa en ekki sjá fyrir sér hvernig útgönguleiðin sem skapar afrakstur er. Á hinn bóginn þá hefur skapast gríðar sterk reynsla en næstu árin eiga eftir að sýna hvort að sú reynsla ávaxtast á einhvern hátt. Þannig ég hef ekki séð enn hvar þessi hluti hefur verið að gerast í þjoðfelaginu og þa er það eingöngu merki um afurför ef samkeppnisforskot skapast ekki neinstaðar - fá dæmi eru um goð samksppenisforskot t.d. CCP hefur sýnt góð merki um framþróun. Er það ekki ótrúlegt að á Íslandi hefur ekki orðið meiri framþróun á seinstu 10 árum - ég hef af þessu áhyggjur svo ekki sé meira sagt.

No comments: