Friday, 11 July 2008

Kókdós og fl

Alltaf farið að lengjast a milli blogga hja mer. Veit ekki afhverju en líklega skýrist það af álagi á öðrum vígstöðum. Málin eru í ákveðnum farvegi hérna og rosalega erfitt að segja hvernig og hvert þau eiga eftir að fara. Er samt með líklega tvo aðila sem eru að skoða þetta af alvöru hja mer - en ekki bara einn eins og í gær. Það er jákvætt en rosalega erfitt að segja hvernig málin eiga eftir að þróast - þessi kreppa er að gera allt svo margfalt margfalt erfiðara. Það halda allir að sér höndunum. Hitti annars Ingu Hjartardóttir frá Borg í Grímsnesi áðan og var bara gaman að spjalla við hana. Hún er komin með nýja vinnu í fjármáladeildinni hja einhverju markaðsrannsóknarfyrirtæki og kann því vel. Stefnir svo á að mennta sig meira og taka MBA einn daginn. Gott hja henni. Hún hefur aftur á móti misst tenglsin við Íslands meira og meira - en heldur þó sambandi við foreldra sína sem reka víst hótelið þarna hja golfvellinum í Borgarnesi - þarna sem stóra stóra kókdósin er á túninu:)

No comments: